leið til þátttöku í daglegum samskiptum á íslensku

Með Íslenskuþorpinu er boðið upp á nýstárlega leið í tungumálanámi fyrir fólk sem er að læra íslensku sem annað mál. Íslenskuþorpið er að finna innan ákveðinna fyrirtækja og stofnana í Breiðholti, á Háskólasvæðinu og í bæjarlífinu í Reykjavík eins og á kaffihúsi, bókasafni, veitingastað, í bókabúð, bakaríi, sundlaug og í nokkrum félagsmiðstöðvum eldri borgara. 

 

Íslenskunemarnir undirbúa sig í kennslustofu áður en þeir fara í Íslenskuþorpið til að sinna erindum sínum. Starfsfólkið í fyrirtækjunum tekur þeim fagnandi og tryggir að íslenska verði töluð við afgreiðsluna. Íslenskuþorpið myndar þannig styðjandi umgjörð á leið til virkrar þátttöku í samfélaginu.

Íslenskuþorpið í stuttu máli

  • Er markvisst og sérsniðið æfingaumhverfi fyrir íslenskunema innan raunverulegra fyrirtækja í Reykjavík.

  • Myndar brú úr kennslustofunni yfir í dagleg samskipti á íslensku utan kennslustofunnar.

  • Er stuðningsvænt umhverfi á leið íslenskunema til virkrar þátttöku í samfélaginu.

  • Er þróað á vegum Háskóla Íslands en að baki því er öflugt þverfaglegt samstarfsteymi.

  • Byggist á nýjustu rannsóknum á því hvernig tungumál lærast.

  • Eykur gagnkvæman skilning í fjölþjóðlegu samfélagi á Íslandi.

  • Býður upp á tækifæri til frekari rannsókna á sviði íslensku sem annars máls.

© 2012-2015 ÍSLENSKUÞORPIÐ

  • Facebook Classic
  • Íslenskuþorpið
    • hugmyndafræði
      • fréttir
        • samstarfsaðilar
          • styrktaraðilar
            • þátttökufyrirtæki
              • námskeið
                • námsefni
                  • ummæli
                    • myndir
                      • teymi
                        • Evrópumerkið 2013
                          • hafa samband